Maðurinn sem breytti heiminum!

11.01.2016 - 11:17
Mynd með færslu
 Mynd: bbc
Víðsjá er í dag helguð breska tónlistarmanninum David Bowie sem andaðist í New York í gær, 69 ára að aldri.

Bowie var einn merkasti og áhrifamesti tónlistarmaður samtímans, og lauk ferli sínum með plötunni Blackstar sem kom út á afmælisdegi hans, þann 8. Janúar síðastliðinn, tveimur dögum fyrir andlát Bowies. Víðsjá leyfir lögum frá ótrúlegum ferli hans að hljóma í þakklætis – og virðingarskyni í dag.

Mynd með færslu
Eiríkur Guðmundsson
dagskrárgerðarmaður
Víðsjá
Þessi þáttur er í hlaðvarpi