Leikskólakennarar semja

16.06.2014 - 19:51
Mynd með færslu
Samningar hafa náðst milli Félags leikskólakennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Skrifað var undir nýjan kjarasamning rúmlega átta í kvöld.

Fundað hefur verið stíft undanfarna daga. Boðuðu verkfalli fimmtudaginn 19. júní hefur því verið aflýst.

Kjarasamningurinn er til eins árs, gildir nánar tiltekið frá 1. júní 2014 til 31. maí 2015. Hann verður kynntur félagsmönnum FL á næstu dögum en sú kynning verður auglýst nánar á heimasíðu Kennarasambandsins fljótlega. Rafrænni atkvæðagreiðslu um samninginn á að vera lokið á hádegi föstudaginn 4. júlí.