Jón smali í Miðdal og Gvendur dúllari

04.03.2016 - 20:00
Mynd með færslu
 Mynd: Ingi Þ Bjarnason
Viðurnefni hafa alltaf verið til á Íslandi, kannski voru þau fleiri í gamla daga, en margir þeirra sem bjuggu við Bræðraborgarstíg áttu sér viðurnefni. Flakkað öðru sinni um Bræðraborgarstíg laugardag 5.mars kl. 1500 á Rás 1.

Leigði út pláss í fataskápnum

Jón smali var vatnsberi í Reykjavík, talinn afar samansaumaður en séður í peningamálum enda tókst honum að byggja sér hús, sem hann leigði svo meira og minna út, og bjó í einni kytru sjálfur, segir Guðjón Friðriksson sagnfræðingur um einn íbúa Bræðraborgarstígs. Hann byggði húsið Miðdal sem er nr. 19 seint á nítjándu öld, nú búa í húsinu Markús Þór Andrésson og Dorothee Kirch, en þau eru bæði sýningarstjórar myndlistarsýninga. Þau eignuðust húsið fyrir 5 árum, en það er gætt þeim undrum að virðast afar lítið að utan, en er þó 5 herbergja og rúmt þegar inn er komið og hefur verið gert upp.  Einnig er mikil frjósemi í húsinu en þau hjónin eignuðust nýlega dóttur númer tvö. 

Eru bæði hætt í stóru leikhúsunum

Hjónin Álfrún Helga Örnólfsdóttir og Friðrik Friðriksson leikarar búa við Bræðrarborgarstíg með dætrum sínum tveimur. Þau eignuðust íbúðina árið 2007. Húsið byggði skósmiður og trúboði nokkur, sem hélt samkomur á heimili sínu. Álfrún og Friðrik kusu bæði að hætta á samningum í leikhúsunum til að eiga meiri tíma með fjölskyldunni, en leiklistinn er þó ekkert farin úr lífi þeirra, hún bara blundar um tíma. 

Mynd með færslu
Lísa Pálsdóttir
dagskrárgerðarmaður
Flakk
Þessi þáttur er í hlaðvarpi