Jarðskjálfti og flóð á Grænlandi

18.06.2017 - 09:11
The helicopter with German Chancellor Angela Merkel and Environment Minister Sigmar Gabriel flies over the Eqi Glacier in lulissat, Greenland, Denmark, 17 August 2007. Upon conclusion of her visits to Greenland Merkel voiced her optimisim regarding the
Frá Grænlandsjökli  Mynd: EPA  -  POOL
Flóð reið yfir íbúabyggð í bænum Nuugaatsiaq á vesturströnd Grænlands í gær. Hundrað manns búa í bænum og er verið að flytja þá í burtu með þyrlum. Auk þess voru háar öldur í Uummannaq, Illorsuit og Upernavik í nótt.

DR greinir frá því að flóðið hafi orðið vegna jarðskjálfta af stærðinni 4,0 vestur af Nuugaatsiaq. Á samfélagsmiðlum hafa Grænlendingar birt myndir sem sýna mikla eyðileggingu af völdum flóðsins.

Grænlenska ríkisútvarpið Kalaallit Nunaata Radioa greinir frá því að óstaðfestar fregnir hermi að fólk hafi látist og slasast í flóðinu.

 

 

Mynd með færslu
Frá Nuugatsiaq eftir að flóðbylgja skall á þorpinu.  Mynd: Skjáskot úr myndbandi DR

Fréttin hefur verið uppfærð.

Dagný Hulda Erlendsdóttir