Jarðskjálfti 3,3 í Öxarfirði

21.01.2016 - 10:09
Mynd með færslu
Horft yfir Ásbyrgi og út Öxarfjörð.  Mynd: Einar Rafnsson  -  RÚV
Mynd með færslu
 Mynd: Mynd af vedur.is  -  Veðurstofan
Mynd með færslu
 Mynd: Mynd af vef Veðurstofunnar.  -  Veðurstofa Íslands
Jarðskjálfti af stærðinni 3,3 varð í Öxarfirði klukkan 4:01 í morgun. Skjálftinn varð um 12 kílómetra vestsuðvestur af Kópaskeri, og fundu íbúar þar fyrir honum. Tveir skjálftar um 3 að stærð urðu á sömu slóðum klukkan 3:26 og 4:03 að sögn Bryndísar Ýrar Gísladóttur, sérfræðings í náttúruvá hjá Veðurstofu Íslands. Frá miðnætti hafa mælst á þriðja hundrað skjálfta á svæðinu.

Yfir 220 jarðskjálftar mældust með SIL jarðskjálftakerfi Veðurstofunnar í vikunni. Flestir skjálftar mældust í norðvesturhluta Vatnajökuls. Skjálftarnir voru á stærðarbilinu M -0,4 til 3,3. Sá stærsti varð kl. 01:34 þann 4. janúar norðaustur af Bárðarbungu.

Kári Gylfason
Fréttastofa RÚV