Íslensk menning árið 2050?

29.02.2016 - 10:23
Mynd með færslu
 Mynd: Spákort klukkan 08:00  -  Veðurstofa Íslands
Víðsjá verður í dag send beint út frá Háskólatorgi, eins og flestir þætttir Rásar 1 á þessum hlaupársdegi. Hugað verður að framtíðinni og spurt: hvernig verður íslensk menning árið 2050?

Gestir Víðsjár verða Auður Hauksdóttir forstöðumaður Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur, Svanhildur Óskarsdóttir rannsóknardósent við Stofnun Árna Magnússonar, Jón Ólafsson prófessor og Guðmundur Hálfdánarson forseti Hugvísindasviðs Háskóla Íslands.

Auk þessa segir María Kristjánsdóttir, leiklistargagnrýnandi Víðsjár, skoðun sína á uppfærslu Íslensku óperunnar á Don Giovanni eftir Mozart og hlustendur heyra einnig lesið úr bók vikunnar sem að þessu sinni er bók Fríðu Á. Sigurðardóttir Á meðan nóttin líður frá árinu 1990. 

 

Mynd með færslu
Guðni Tómasson
dagskrárgerðarmaður
Víðsjá
Þessi þáttur er í hlaðvarpi