Hver eru öruggustu flugfélögin árið 2016?

05.01.2016 - 18:02
Mynd með færslu
 Mynd: Aero Icarus  -  Flickr/RÚV
Icelandair er eina íslenska flugfélagið sem fær hæstu flugöryggiseinkunn í árlegri úttekt vefsíðunnar AirlineRatings.com. Ástralska flugfélagið Qantas er sagt öruggasta flugfélag í heimi, þriðja árið í röð. Hér að neðan eru teknar saman öryggiseinkunnir flugfélaga sem ætla að fljúga til Íslands sumarið 2016.

AirlineRatings.com gefur flugfélögum heimsins á bilinu núll til sjö stjörnur fyrir flugöryggi, en tekur auk þess saman lista yfir 20 öruggustu flugfélögin. Auk Qantas eru þau, í stafrófsröð: Air New Zealand, Alaska Airlines, All Nippon Airlines, American Airlines, Cathay Pacific Airways, Emirates, Etihad Airways, EVA Air, Finnair, Hawaiian Airlines, Japan Airlines, KLM, Lufthansa, SAS, Singapore Airlines, Swiss, United Airlines, Virgin Atlantic og Virgin Australia.

Fram kemur að þessi flugfélög hafi alltaf verið í forystu um að innleiða nýjungar í öryggismálum og að taka í notkun nýjar flugvélar og þau séu samnefnari fyrir yfirburði. Geoffrey Thomas, ritstjóri vefsins, segir í samtali við CNN að ritstjórar vefsins velkist þó ekki í vafa um að Qantas standi öðrum flugfélögum framar í öryggismálum. Fram kemur að engin dauðsföll hafi orðið í flugi hjá Qantas frá því farþegaþotur komu til sögunnar.

Þrjú íslensk flugfélög fá einkunn í úttekt AirlineRatings.com. Icelandair fær fullt hús, sjö stjörnur, en Flugfélag Íslands og WOW air fimm stjörnur. Einkunnir þeirra og 18 erlendra flugfélaga, sem áætla að fljúga til Íslands í sumar, eru teknar saman hér að neðan. Þrjú þessara flugfélaga, Primera Air, Evelop Airlines og Air Greenland, eru ekki hluti af úttekt AirlineRatings.com, og einkunn vantar fyrir EasyJet.

Icelandair - öryggiseinkunn: 7/7 
★★★★★

Icelandair er eina íslenska flugfélagið sem uppfyllir allar kröfur sem AirlineRatings.com gerir til að flugfélag fái sjö stjörnur. Tvær stjörnur fær Icelandair fyrir að hafa vottun frá Alþjóðasamtökum flugfélaga, IATA. Ein stjarna fæst sjálfkrafa með því félagið er ekki á bannlista Evrópusambandsins. Fjórða stjarnan fæst af því að engin dauðsföll hafa orðið í ferðum félagsins á síðustu tíu árum. Flugfélagið fær fimmtu stjörnuna með því að hafa viðurkenningu Bandarísku flugmálastofnunarinnar, FAA. Síðustu tvær stjörnurnar fást með því að heimalandið, Ísland, uppfyllir allar kröfur Alþjóðaflugmálastofnunarinnar, ICAO.

Flugfélag Íslands - öryggiseinkunn: 5/7 
★★★★★☆☆

Systurfélag Icelandair uppfyllir flestar sömu kröfur og Icelandair en hefur ekki vottun Alþjóðasamtaka flugfélaga, og fær því fimm stjörnur.

WOW air - öryggiseinkunn: 5/7
★★★★★☆☆

Lággjaldaflugfélagið WOW air uppfyllir flestar sömu kröfur og Icelandair en hefur ekki vottun Alþjóðasamtaka flugfélaga, og fær því fimm stjörnur.

Lufthansa (Þýskaland) - öryggiseinkunn: 7/7 
★★★★★

 

Germania (Þýskaland) - öryggiseinkunn: 7/7 
★★★★★

 

Norwegian (Noregur) - öryggiseinkunn: 5/7 
★★★★★☆☆

 

Air Berlin (Þýskaland) - öryggiseinkunn: 7/7 
★★★★★★★

 

Austrian (Austurríki) - öryggiseinkunn: 6/7 
★★★★★

 

Czech Airlines (Tékkland) - öryggiseinkunn: 7/7 
★★★★★★★

 

Wizz (Ungverjaland) - öryggiseinkunn: 4/7 
★★★★☆☆

 

Iberia Express (Spánn) - öryggiseinkunn: 7/7 
★★★★★★★

 

Vueling (Spánn) - öryggiseinkunn: 7/7 
★★★★★★★

 

British Airways (Bretland) - öryggiseinkunn: 7/7 
★★★★★★★

 

Luxair (Lúxemborg) - öryggiseinkunn: 6/7 
★★★★★

 

SAS (Danmörk) - öryggiseinkunn: 7/7
★★★★★★★

 

Transavia (Holland) - öryggiseinkunn: 7/7 
★★★★★★★

 

Edelweiss (Sviss) - öryggiseinkunn: 7/7 
★★★★★★★

 

Germanwings (Þýskaland) - öryggiseinkunn: 7/7 
★★★★★★★

 

Sun Express (Tyrkland) - öryggiseinkunn: 7/7 
★★★★★★★

 

Delta (Bandaríkin) - öryggiseinkunn: 7/7 
★★★★★★★

 

NIKI (Austurríki) - öryggiseinkunn: 6/7 
★★★★★

 

Tryggvi Aðalbjörnsson
Fréttastofa RÚV