RÚV okkar allra
Hér upplýsum við um starfsemina, bjóðum upp á samtal og svörum spurningum þínum

Hvað skal gera þegar örbylgjukerfið hættir?

Í júní 2017 verður slökkt á örbylgjudreifikerfi sjónvarps. Þetta kerfi er í eigu og rekstri hjá Vodafone. Við viljum benda á að UHF útsendingar um loftnet halda áfram.

Vodafone mun á næstunni loka endurvarpsstöð sem hefur hingað til dreift sjónvarpsútsendingum yfir örbylgju á höfuðborgarsvæðinu.   Ástæða lokunarinnar er ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar um að taka tíðnisviðið til notkunar fyrir háhraða farnetsþjónustu.

Þeir sem horfa á útsendingar um örbylgju þurfa að skipta örbylgjuloftnetum sínum út fyrir UHF loftnet, og beina loftnetunum að næsta útsendingastað.

UHF-loftnet fást víða í raftækjaverslunum. Á heimasíðu Samtaka rafverktaka er listi yfir rafvirkja sem bjóða upp á loftnetsþjónustu.

Engra breytinga er þörf á sjónvarpstækjunum, nema að það þarf að endurstilla sjónvörpin, þ.e. að láta þau leita aftur.

 

Athugið að ekki er verið að slökkva á öllum sjónvarpsútsendingum um loftnet, eingöngu er um að ræða sjónvarpsútsendingar um örbylgjuloftnet.

 

Nánari upplýsingar má finna hjá Vodafone.

31.05.2017 kl.09:42
Mynd með færslu
Gunnar Örn Guðmundsson
Birt undir: Þjónustutilkynningar