Högni setti All Out of Luck í nýjan búning

13.02.2016 - 21:26
Högni Egilsson kom fram á seinna undanúrslitakvöldi Söngvakeppninnar í kvöld. Högni, sem helst er þekktur fyrir afrek sín með Hjaltalín og GusGus, setti slagara Selmu Björnsdóttur í nýjan búning. Lagið All Out of Luck hafnaði í öðru sæti í Eurovision árið 1999 sem er besti árangur Íslands í keppninni.

Jóhanna Guðrún jafnaði þann árangur árið 2009 með laginu Is it True. Söngkonan Glowie eða Sara Dögg Pétursdóttir flutti lagið með Högna en myndband af því má sjá hér að ofan.

Mynd með færslu
Ásgeir Jónsson
Fréttastofa RÚV
Söngvakeppnin