Háteigs-og Kelduskóli sigruðu

19.11.2012 - 23:30
Mynd með færslu
Sveitir Háteigs- og Kelduskóla báru sigur úr býtum á fyrra undanúrslitakvöldi Skrekks 2012, hæfileikakeppni grunnskólanna, í Borgarleikhúsinu í kvöld. Fulltrúar átta skóla öttu kappi, og var fimm manna dómnefnd á einu máli um að atriði þeirra hefðu öll verið með ágætum.

Sveit Kelduskóla fjallaði um vanda þeirra sem þurfa að taka erfiðar ákvarðanir, lið Háteigsskóla fjallaði um sálarmorð. Á morgun keppa fulltrúar átta annarra grunnskóla, en sjálf úrslitakeppnin verður mánudaginn 26. nóvember, eftir viku.