Hætt komin eftir að hafa legið úti í 6 tíma

19.02.2016 - 17:00
Guðfinna Gróa Pétursdóttir var á leið heim til sín aðfaranótt sunnudags þegar hún datt í hálku og rotaðist. Þegar hún rankaði við sér, tveimur og hálfum tíma seinna hringdi hún á Neyðarlínuna, 112, eftir hjálp. Hún var verulega vönkuð og átti erfitt með að athafna sig vegna kulda. Í fjórðu tilraun náði hún að segja starfsmanni Neyðarlínunnar hvar hún var, hvað hún héti og að hún kæmist ekki inn, gæti sig ekki hreyft.

Starfsmaður Neyðarlínunnar mat það sem svo að málið væri lögregluverkefni og gaf símtalið áfram til lögreglu. Í því símtali getur Guðfinna Gróa varla tjáð sig og það fer svo að símtalið slitnar.

Þremur klukkustundum síðar finnur nágranni Guðfinnu Gróu hana úti í snjónum. Hún var þá mjög hætt komin, hitastig hennar var komið í 20° og hún var meðvitundarlaus. 

Fjallað verður um málið í fréttum sjónvarps kl. 19.

Mynd með færslu
Lára Ómarsdóttir