Hælisleitendur - feðgar ánægðir hér

14.02.2016 - 20:24
Tveir hælisleitendur; feðgar frá Palestínu, láta vel af dvölinni hér, en þeir búa í leiguhúsnæði Útlendingastofnunar fyrir hælisleitendur. Faðirinn er ánægður hér því hann segir að Íslendingum líki við Palestínu. Sonurinn vildi helst geta fengið vini í heimsókn. Nú búa þeir í einu herbergi.

Húsið sem þeir búa í er í Hafnarfirði og þar búa mun fleiri hælisleitendur. Þeir komu hingað til lands fyrir sex mánuðumi frá Noregi. Þeir eru frá Gaza svæðinu í Palestínu. Faðirinn, Nael Zared, talar norskur en sonurinn, Ruslan, kann líka ensku auk arabísku en hann gengur í grunnskóla hér. Þeir eru báðir komnir með kennitölu og tímabundið dvalarleyfi. 

 

Þórdís Arnljótsdóttir
Fréttastofa RÚV