Gústaf Ásgeir og Pistill eru heimsmeistarar

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Gústaf Ásgeir Hinriksson, á Pistli frá Litlu Brekku, eru heimsmeistarar í fjórgangi í flokki ungmenna. Gústaf sigraði í úrslitakeppninni með 6,80 í einkunn.

Í öðru sæti varð Filippa Helltén frá Svíðþjóð á Mána frá Galtanesi og í þriðja Yrsa Danielsson á Hector fran Sundsby. Annar Bryndís Zingsheim sem keppir fyrir Ísland á Náttrúnu vom Forstwald þurfti að yfirgefa brautina í miðri keppni þar sem hestur hennar missti skeifu.

Gústaf Ásgeir var afar kátur þegar hann kom út úr brautinni. „Þetta var frábært. Ég er búinn að stefna að þessu lengi, brons fyrir fjórum árum, silfur fyrir tveimur og núna gull. Þetta er frábært,“ sagði Gústaf.

Mynd með færslu
Runólfur Trausti Þórhallsson
íþróttafréttamaður