Guðjón Valur með fimm í sigri Barcelona

05.03.2016 - 21:18
epa04777758 Barcelona's Gudjon Valur Sigurdsson celebrates a goal during the EHF Handball Champions League final four match between FC Barcelona and MKB-MVM Veszpremam at the Lanxess-Arena in Cologne, Germany, 31 May 2015.  EPA/MARIUS BECKER
 Mynd: EPA  -  DPA
Guðjón Valur Sigurðsson átti ágætan leik í liði Barcelona sem hafði betur gegn Rhein-Neckar Löven í Meistaradeild Evrópu í handabolta í kvöld. Guðjón Valur skoraði fimm mörk í sex marka sigri, 26-20.

Sigurinn tryggði Barcelona sigur í B-riðli sem þýðir að félagið er komið í 8-liða úrslit keppninnar. Barcelona er alls með 23 stig í riðlinum. Gonzalo Perez de Vargas átti magnaðan dag í marki Barcelona og varði hátt í 30 skot.

Rhein-Neckar Löven fer í 16-liða úrslit keppninnar. Alexander Peterson skoraði tvö mörk fyrir Ljónin í kvöld og Stefán Rafn Sigurmarsson eitt.

Mynd með færslu
Jón Júlíus Karlsson
íþróttafréttamaður