Grindavíkurvegur opnaður fyrir umferð á ný

12.01.2017 - 09:28
Mynd með færslu
 Mynd: Alma Ómarsdóttir  -  RÚV
Grindavíkurvegur hefur verið opnaður aftur fyrir umferð. Veginum var lokað um klukkan níu í morgun, rétt norðan við afleggjarann að Bláa Lóninu, vegna alvarlegs umferðarslyss. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu varð þar árekstur tveggja bíla með þremur innanborðs. Allur mannskapur lögreglunnar á Suðurnesjum var sendur á vettvang.

Engar frekari upplýsingar hafa verið veittar um slysið.

12:18 - Fréttin hefur verið uppfærð 

Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Fréttastofa RÚV