Gæti skotið einhvern en samt unnið

epa05051184 US Republican Presidential candidate Donald Trump gestures as he speaks during a campaign rally at the While Mountain Athletic Club in Waterville Valley, New Hampshire, USA, 01 December 2015.  EPA/CJ GUNTHER
 Mynd: EPA
Donald Trump er orðinn svo öruggur með stöðu sína í forkjöri repúblikanaflokksins um forsetaefni flokksins að hann segir engar líkur á að stuðningsmönnum hans fækki. Trump er með örugga forystu á keppinauta sína í könnunum.

Auðkýfingurinn var á framboðsfundi í Iowa-ríki í dag þar sem fyrsta forkosning repúblikana fer fram 1. febrúar. Þar sagði hann að hann gæti skotið einhvern úti á götu í New York án þess að missa fylgi stuðningsmanna sinna.

Andstæðingar Trumps hafa sótt hart að honum í aðdraganda forkjörsins. Næstur honum í könnunum er öldungadeildarþingmaðurinn Ted Cruz sem einnig er á ferðalagi um Iowa-ríki. Glenn Beck, áhrifamaður innan repúblikanaflokksins, hefur lýst stuðningi sínum við Ted Cruz. Hann sagði á fundi í dag að ef Trump hlýtur tilnefningu flokksins í ríkinu eigi það eftir að eftir að vera byrjunin á rúllandi snjóbolta rakleiðis til helvítis.

Styðja Rubio og Clinton

Í dag opinberaði Des Moines Register, stærsta og eitt áhrifamesta blað ríkisins, hverja blaðið styður í baráttu repúblikana- og demókrataflokksins. Ritstjórar blaðsins völdu að styðja við bakið á öldungadeildarþingmanninum Marco Rubio. Hann er sonur innflytjenda og blaðið segir hann geta leitt flokkinn til framtíðar.
Hillary Clinton hlýtur stuðning blaðsins í forkjöri demókrata.