Fluttu sína útgáfu af Gleðibankanum

Innlent
 · 
Eurovision
 · 
Söngvakeppnin
 · 
Menningarefni

Fluttu sína útgáfu af Gleðibankanum

Innlent
 · 
Eurovision
 · 
Söngvakeppnin
 · 
Menningarefni
06.02.2016 - 20:12.Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
101 boys, sem skipuð er þeim Sturlu Atlas, Loga Pedro, Jóhanni Kristófer og Unnsteini Manuel, fluttu sína útgáfu af Gleðibankanum í Söngvakeppninni sem hófst núna klukkan átta í Háskólabíói.

 Lagið þekkja flestir en það var það fyrsta sem sent var fyrir Íslands hönd í Eurovision, en það var árið 1986. Lagið er eftir Magnús Eiríksson. 

Lögin sem keppa í undankeppninni í kvöld eru hér fyrir neðan og hægt er að hlusta á þau með því að smella á titil þeirra:

Ég sé þig, í flutningi Hljómsveitarinnar Evu. 
Lag og texti er efitir Jóhönnu Völu Höskuldsdóttur og Sigríði Eir Zophoníasardóttur. 

Fátækur námsmaður, í flutningi Ingólfs Þórarinssonar, sem jafnframt á lag og texta. 

Hugur minn er, í flutningi Ernu Hrannar Ólafsdóttur og Hjartar Traustasonar.
Höfundur lags og texta er Þórunn Erna Clausen. 

Kreisí, í flutningi Sigríðar Eyrúnar Friðriksdóttur. 
Karl Olgeirsson samdi lagið og textann sömdu þau Sigríður saman. 

Óstöðvandi í flutningi Karlottu Sigurðardóttur. 
Höfundar lagsins eru Kristinn Sigurpáll Sturluson, Linda og Ylva Persson.
Textann samdi Karlotta Sigurðardóttir. 

Raddirnar, í flutningi Gretu Salóme Stefánsdóttur, sem jafnframt samdi lag og texta. 

Seinni undankeppnin fer fram í Háskólabíói 13. febrúar en úrslitakeppnin verður í Laugardalshöll 20. febrúar.  

 

Tengdar fréttir

Innlent

Sex lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld