Flóttamennirnir komnir

19.01.2016 - 16:40
Mynd með færslu
 Mynd: Kristín Sigurðardóttir  -  RÚV
Mynd með færslu
 Mynd: Kristín Sigurðardóttir  -  RÚV
Mynd með færslu
 Mynd: Kristín Sigurðardóttir
Sýrlensku flóttamennirnir sem beðið hefur verið eftir síðan síðla hausts lentu á Keflavíkurflugvelli nú fyrir stundu. Utanríkisráðuneytið stendur fyrir móttöku þeim til heiðurs í Leifsstöð.

Facebooksíða utanríkisráðuneytisins birtir myndir af fólkinu meðan það beið á flugvellinum í París eftir fluginu til Íslands. Þeir yngstu tóku upp liti og aðra afþreyingu en einn af þeim yngstu gerði meira - tók upp fiðluna sína og lék fyrir þá sem biðu eftir flugi sínu.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra var meða þeirra sem tók á móti flóttamönnunum og bauð þá velkomna. Íslenski fáninn var að sjálfsögðu ekki langt undan.

Alls koma sex fjölskyldur til landsins í dag sem í eru 35 einstaklingar - 13 fullorðnir og 22 börn. Fjórar af þessum fjölskyldum verða búsettar á Akureyri en tvær í Kópavogi. 

Mynd með færslu
Hallgrímur Indriðason
Fréttastofa RÚV