Fjölbreytni í fyrirrúmi

06.07.2017 - 13:37
Ný breiðskífa frá Skurk, stiklað á stóru yfir dagskrá Eistnaflugs 2017, og ný lög frá Foringjunum, Jóni Guðna Sigurðssyni, Góla, Jónínu Ara, Tálsýn, Grúsku Babúsku, Birni L, Unni Söru Eldjárn, Hljómsveitinni Evu , Kríu, og Aroni Hannes og Siris.

Það er kominn mánuðurinn þar sem allt er að gerast á Íslandi. Sumarið óneitanlega komið, sumarfrí hjá mörgum og fullt að gerast í tónlistinni líka. Hljómsveitir gefa gjarnan út einhver lög til að minna á sig yfir sumartímann, eða gera heilar plötur, og svo eru alls kyns tónlistarhátíðir í gangi. 
Í þætti kvöldsins fer ég létt yfir dagskrá Eistnaflugs, spila lög af nýrri breiðskífu Skurk og svo heyrum við ný lög með Foringjunum, Jóni Guðna Sigurðssyni, Góla, Jónínu Ara, Tálsýn, Grúsku Babúsku,  Birni L, Unni Söru Eldjárn, Hljómsveitinni Evu , Kríu, og Aroni Hannes og Siris.

Lagalisti Langspils 174:
1. Sporin þín – Góli
2. Refurinn – Grúska Babúska
3. Sumarnótt – Aron Hannes og Siris
4. Mind Illusions – Unnur Sara Eldjárn
5. The Queer Song – Hljómsveitin Eva
6. Refsing – Skurk
7. Aflausn – Skurk
8. Rökkvar – Skurk
9. Vitjun – Skurk
10. Ótrúlegt – Tálsýn
11. A night in September – Björn L
12. 1 Altitude - Kría
13. Nowhere to go – Jón Guðni Sigurðsson.
14. Maybe not the time – Jónína Ara
15. Nótt – Foringjarnir
16. Get ekki gleymt – Morðingjarnir
17. Master slave - Brainpolice
18. Ég byggði dyr í eyðimörkinni - Misþyrming

Hefurðu samið ótrúlega gott lag, sem þér finnst að eigi að spila í útvarpi? Sendu inn lag í þáttinn og hver veit...
Langspil er á dagskrá Rásar 2 á fimmtudagskvöldum frá 19.20-21.00.
Umsjón: Heiða Eiríksdóttir

Mynd með færslu
Heiða Eiríksdóttir
dagskrárgerðarmaður
Langspil
Þessi þáttur er í hlaðvarpi