Eurovision 2018 verður í Lissabon

25.07.2017 - 17:30
epa05960158 Salvador Sobral from Portugal performs the song 'Amar Pelos Dois' during rehearsals for the Grand Final of the 62nd annual Eurovision Song Contest (ESC) at the International Exhibition Centre in Kiev, Ukraine, 12 May 2017. The ESC
 Mynd: EPA
Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, verður í Lissabon næsta vor. Þetta var tilkynnt rétt í þessu. Verður það í 63. sinn sem keppnin er haldin. Portúgal bar sigur úr býtum í Kænugarði í ár með laginu Amar Pelos Dois en þar til nú hefur verið óvíst hvar í landinu keppnin verður næst. Í ár vann Portúgal í keppninni í fyrsta sinn.

Verða fyrri undanúrslit keppninnar á næsta ári þann 8. maí, seinni undanúrslit 10. maí og sjálft úrslitakvöldið 12. maí í MEO leikvanginum í Lissabon, sem hýsir um 20.000 manns, samkvæmt frétt vefsins ESCtoday.

Jon Ole Sand, yfirmaður keppninnar, býst við því að Rússar snúi aftur til leiks í ár en þeir tóku ekki þátt í fyrra. Þetta er haft eftir honum á vefnum Eurovoix, sem fjallar mikið um söngvakeppnina. Fulltrúa Rússlands, Yuliu Samoylovu, var bannað að koma til Úkraínu þar sem hún braut úkraínsk lög með því að gera sér ferð til Krímskaga.

Hér fyrir neðan má sjá sigurlagið í ár.

Matthías Tryggvi Haraldsson
Fréttastofa RÚV