Enn seld landakort með vegi sem er sokkinn

17.07.2017 - 23:09
Vegslóði, sem var sökkt undir uppistöðulón Búðarhálsvirkjunar fyrir nokkrum árum, er enn merktur inn á sum landakort sem eru seld í íslenskum verslunum. Ferðamenn óku út í lónið í vetur. Einfalt viðvörunarmerki við þjóðveginn varar fólk við hættu á vegslóðanum.