Enn saurgerlamengun í Nauthólsvík

15.07.2017 - 14:09
Mynd með færslu
 Mynd: RUV
Nokkur saurkólígerlamengun mælist enn í Nauthólsvík. Hún er þó undir viðmiðunarmörkum. 99 saurkólígerlar mældust í 100 millilítrum vatns, í sýni sem tekið var í gær.

Þetta er meira en venjulegt er í Nauthólsvík, að því er segir í frétt á vef Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur. Í sýni sem tekið var á föstudag mældist mun meiri mengun  1100 saurkólígerlar í 100 millilítrum vatns. Það telst óviðunandi ástand vatns, enda varaði Heilbrigðiseftirlitið við sjósundi í Nauthólsvík í gær. Mengunin sem mældist í gær og heilbrigðiseftirlitið greindi frá í hádeginu í dag, er á mörkum þess að vera lítil saurmengun og mikil saurmengun. 

Verið er að kanna uppsprettu mengunar í Nauthólsvík.