Eldhúsveisla - Kanínan 50 ára í dag

18.01.2016 - 11:51
Mynd með færslu
 Mynd: Kristinn Sæmundsson  -  Raftónar.is
Kristinn Sæmundsson eða Kiddi í Hljómalind eða bara Kiddi kanína er fimmtugur í dag. Það eru væntanlega einhverjir þarna úti sem hafa ekki hugmynd um hver kanínan er en óhætt er að segja að hann hafi haft mikil áhrif á tónlistarmenn og tónlistaráhugamenn með búð sinni og uppákomum. Hann var duglegur að halda tónleika með framandi erlendum listamönnum, gaf út tónlist en er væntanlega þekktastur fyrir hljómplötubúð sína, Hljómalind þar sem margur tónlistaráhugamaðurinn átti lögheimili.

Hann var maðurinn á bak við tónlistarhátíðina Uxi´95 og kom hann hljómsveitinni Sigur rós í hæstu hæðir þegar fáir höfðu hugmynd um hvað þar væri á ferðinni.

Hann stóð fyrir Lág-menningarhátíðum var duglegur að koma Færeyskum tónlistarmönnum á kortið á Íslandi og er núna maðurinn á bak við Bæjarbíó í Hafnarfirði og uppganginn í kringum það.

Þetta er bara brot af því sem þessi meistari hefur gert í gegnum tíðina.

Hann er maðurinn sem hafði áhrif á „nördana“ sem kannski höfðu svo áhrif á alla hina.

Við ætlum að halda litla afmælisveislu í eldhúsinu í kvöld og heyra brot, bara brot af því sem hann kynnti fyrir þjóðinni.

Hér má heyra Kidda kanínu tala um tónlistarhátíðina Uxi´95 á 20 ára afmæli hátíðarinnar í fyrra.

Mynd með færslu
Þórður Helgi Þórðarson
dagskrárgerðarmaður
Eldhúsverkin
Þessi þáttur er í hlaðvarpi

Tengdar fréttir