Einn af forstjórum Facebook í haldi í Brasilíu

epa04091104 The Facebook and WhatsApp app icons are displayed on an iPhone in New York, New York 20 February 2014. Facebook announced that it acquired the globally popular messaging system WhatsApp for 19 billion dollars. Facebook paid 12 billion dollars
 Mynd: EPA
Diego Dzodan, aðstoðarforstjóri Facebook í rómönsku Ameríku, var handtekinn í Brasilíu síðdegis eftir að fyrirtækið neitaði að afhenda lögreglu gögn um notendur WhatsApp forritsins. Lögreglan fór fram á afrit af samtölum tveggja manna í gegnum forritið þar sem þeir eru taldir hafa rætt fíkniefnaviðskipti.

Dómstóll í Brasilíu staðfesti fyrir fjórum mánuðum að Facebook bæri að afhenda gögnin og hefur það sætt dagsektum síðan. Dzodan verður leiddur fyrir leynilegan dómstól og hvorki almenningur né fjölmiðlar munu fá aðgang að réttarhöldunum. 

Gunnar Hrafn Jónsson
Fréttastofa RÚV