„Eigum við ekki að bara láta vaða?“

Bergsson og Blöndal
 · 
Björgvin Halldórsson
 · 
Eurovision
 · 
Popptónlist
 · 
Söngvakeppnin
 · 
Tónlist
 · 
Mannlíf

„Eigum við ekki að bara láta vaða?“

Bergsson og Blöndal
 · 
Björgvin Halldórsson
 · 
Eurovision
 · 
Popptónlist
 · 
Söngvakeppnin
 · 
Tónlist
 · 
Mannlíf
Mynd með færslu
13.02.2016 - 13:34.Felix Bergsson.Bergsson og Blöndal, .Söngvakeppnin
„Við tókum viðlagið á ensku á generalprufunni og það bara lifnaði bara yfir salnum,“ segir Björgvin Halldórsson í þættinum Bergsson og Blöndal þegar hann rifjaði upp ferðina í lokakeppni Eurovision árið 1995 en hún fór fram í Dublin. Í kjölfarið kviknaði hugmynd sem hefði aldeilis getað dregið dilk á eftir sér.

„Þarna árið 1995 voru reglurnar þannig að fólk þurfti að syngja á móðurmálinu og þá komu Írar, Englendingar og Malta alltaf sterkir inn með enskuna,“ útskýrir Björgvin. „Við vorum náttúrulega með enskan texta ef svo færi að við yrðum fræg,“ bætir hann við með glotti út í annað. Í hópnum með honum voru frábærir söngvarar Eyjólfur Kristjánsson, Guðrún Gunnars, Erna Þórarinsdóttir, Stefán Hilmarsson og Berglind Björk Jónasdóttir. Þau fundu að þau áttu undir högg að sækja vegna íslenskunnar og því var prófað að syngja viðlagið einu sinni á ensku og viðbrögðin voru sterk.

„Svo erum við þarna að tjaldabaki og við erum bara ON og það eru milljónir manna að horfa og þá kom frá einhverjum: Eigum við ekki að bara láta vaða? Eigum við ekki bara að taka þetta á ensku? Hvað ætla þeir að gera? Bara slökkva á okkur? Í beinni! Það yrði bara góð auglýsing!" En hópurinn guggnaði á því.  „Við hugsuðum heim og vildum ekki verða þjóðinni til skammar en við hefðum átt að gera þetta,“ segir poppstjarnan. „Þá hefði sagan líka verið miklu betri.“

Í kjölfarið rifjaði hann upp ásamt umsjónarmönnum þáttarins kynni sín af Ed Welch, lag sem hann söng á tyrknesku og svo auðvitað hin fjölmörgu lög sem Björgvin hefur sungið í undankeppni Söngvakeppninnar og hafa lifað góðu lífi í þjóðarsálinni síðan.

Viðtalið má heyra í heild í spilaranum hér að ofan.