Draumar

10.02.2016 - 17:15
Í þættinum ætlum við að fjalla um drauma, hvaðan þeir koma, af hverju okkur dreymir og hvort draumar séu sérmannlegt fyrirbæri eða hvort önnur dýr dreymi líka.

Áður en við getum smellt okkur í draumarannsóknir þurfum við að fræðast um heilann, það er víst hann sem stjórnar þessu öllu saman. En hvað gerist þegar við sofnum og þegar við erum sofandi?

Við fáum m.a. að vita:

  • Hvernig virkar heilinn? 
  • Er hægt að sofa með opin augun?
  • Sofa öll dýr? Dreymir þau?
  • Hvað eru dagdraumar? Hvað er það að vera berdreyminn? 
  • Af hverju munum við bara stundum það sem okkur dreymir og stundum ekki eða dreymir okkur kannski bara stundum og stundum ekki?

Margar og skemmtilegar pælingar í þætti dagsins um heilann, svefn og drauma. 

Sérfræðingur þáttarins er: Karl Ægir Karlsson

Þátturinn er á dagskrá fimmtudaginn 11. febrúar kl: 18:30 á Rás 1

Mynd með færslu
Sigyn Blöndal
dagskrárgerðarmaður
Saga hugmyndanna
Þessi þáttur er í hlaðvarpi