Dönsk stúlka í fangelsi fyrir hryðjuverkaáform

18.05.2017 - 15:49
Mynd með færslu
Stúlkan ætlaði að fremja hryðjuverk í tveimur skólum - í Kaupmannahöfn og bænum Farevejle.  Mynd: Creative Commons  -  Pixabay
Sautján ára dönsk stúlka var í dag dæmd í sex ára fangelsi fyrir áform um að vinna hryðjuverk í tveimur skólum. Hún var fimmtán ára þegar málið komst upp. Móðir stúlkunnar fann efni til sprengjugerðar á heimili þeirra og lét lögreglu þegar í stað vita. Við rannsókn málsins kom í ljós að stúlkan var í samskiptum á samfélagsmiðlum við kunna íslamska ofstækismenn hún taldi vera félaga í hryðjuverkasamtökunum sem kenna sig við íslamskt ríki. Þá hafði hún í hótunum við nemendur.

Fjölskipaður dómur í Holbæk komst að þeirri niðurstöðu samhljóða í gær að stúlkan væri sek um áform um að vinna hryðjuverk.

 

Kári Gylfason
Fréttastofa RÚV