Danmörk hafði betur gegn Belgíu á EM

16.07.2017 - 19:39
Denmark's midfielder Sanne Troelsgaard (C) scores during the UEFA Women's Euro 2017 football tournament between Denmark and Belgium at Stadium De Vijverberg in Doetinchem on July 16, 2017.  / AFP PHOTO / TOBIAS SCHWARZ        (Photo credit
 Mynd: Vefsíða UEFA  -  RÚV
Danmörk og Belgía mættust í síðari leik A-riðils klukkan 18:45 í kvöld. Leiknum lauk með sigri Danmerkur sem þýðir að liðið er ásamt Hollandi með þrjú stig á meðan Belgía og Noregur eru enn án stiga. Á morgun verður leikið í B-riðli en þar munu Ítalía og Rússland mætast klukkan 16:00 og svo Svíþjóð og Þýskaland klukkan 18:45.

Góð byrjun Dana

Danir byrjuðu leikinn af kafti og settu mikla pressu á Belgíu. Þær uppskáru eftir því en eftir aðeins fimmtu mínútu leiksins fengu þær aukaspyrnu sem Justien Odeurs, markvörður Belgíu, varði knöttinn í þverslána og út í teiginn.

Þar beið Sanne Troelsgaard róleg og skallaði knöttinn í netið. Danir voru mikið mun betri aðilinn í fyrri hálfleik en tókst ekki að auka forystu sína. Staðan 1-0 þegar liðin gengu til búningsherbergja.

Hvorugu liðinu tókst að skora í síðari hálfleik og lokatölur því fóru þær dönsku með sigur af hólmi.

Mynd með færslu
Runólfur Trausti Þórhallsson
íþróttafréttamaður