Clinton vann örugglega í Suður Karólínu

epa05182700 Democratic 2016 US presidential candidate Hillary Clinton takes a photo with attendees during a campaign stop at Atlanta City Hall in Atlanta, Georgia, USA, 26 February 2016.  EPA/BRANDEN CAMP
 Mynd: EPA
Hillary Clinton vann öruggan sigur á Bernie Sanders í forkosningum demókrata í Suður Karólínu í kvöld. Útgönguspár allra stærstu sjónvarpsstöðva vestanhafs staðfesta í stórum dráttum fyrri spár, sem allar sýndu yfirburðasigur Clintons í þessum síðustu forkosningum fyrir ofur-þriðjudaginn svokallaða, þegar kosið verður í 11 ríkjum samtímis.

Mikil fagnaðarlæti brutust út í kosningamiðstöð Clintons í ríkishöfuðborginni Colombia, þar sem frambjóðandinn mun ávarpa stuðningsfólk sitt innan skamms. Slagur þeirra Clintons og Sanders hefur verið jafnari en nokkur bjóst við fyrirfram. Stjórnmálaskýrendur vestra segja þennan örugga sigur Clintons nú, þremur dögum fyrir Ofur-þriðjudaginn, létta þungu fargi af Clinton. 

 

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV