Byrjunarlið Íslands gegn Finnum í dag

13.01.2016 - 08:24
Mynd með færslu
 Mynd: Knattspyrnusamband Íslands
A-landslið Íslands í knattspyrnu karla mætir Finnum í vináttulandsleik í Abú Dabí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í dag klukkan 16:00. Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson þjálfarar íslenska liðsins hafa opinberað byrjunarlið Íslands í leiknum. Nokkrir fastamenn í íslenska hópnum í undankeppni EM 2016 eru í verkefnum með félagsliðum sínum og því fá ný andlit að spreyta sig í dag í bland við reynslumeiri leikmenn.

Eiður Smári Guðjohnsen ber fyrirliðaband Íslands í leiknum í dag. Einn leikmaður í byrjunarliðinu á engan landsleik að baki, en það er framherjinn Garðar Bergmann Gunnlaugsson leikmaður ÍA. Leikurinn verður sýndur beint á RÚV.

Uppfært klukkan 8:50: Upphaflega átti Gunnleifur Gunnleifsson að standa í marki Íslands í dag, en vegna eymsla í baki var ákveðið að Ingvar Jónsson hæfi leik í markinu í stað Gunnleifs.

Byrjunarlið Íslands

Markvörður: Ingvar Jónsson (2)
Hægri bakvörður: Haukur Heiðar Hauksson (3)
Vinstri bakvörður: Hjörtur Logi Valgarðsson (9)
Miðverðir: Ragnar Sigurðsson (51/1) og Sölvi Geir Ottesen (27)
Miðjumenn: Eiður Smári Guðjohnsen (81/25) og Rúnar Már Sigurjónsson (6/1)
Hægri kantmaður: Theodór Elmar Bjarnason (21)
Vinstri kantmaður: Arnór Ingvi Traustason (2)
Framherjar: Garðar Gunnlaugsson (0) og Viðar Örn Kjartansson (6)

Tölurnar í svigunum eru landsleikjafjöldi leikmanna og landsliðsmörk.

Aðrir leikmenn í landsliðshópi Íslands

Gunnleifur Gunnleifsson (26), Haraldur Björnsson (0), Kári Árnason (45/2), Kristinn Jónsson (4), Hólmar Örn Eyjólfsson (3), Andrés Már Jóhannesson (0), Björn Daníel Sverrisson (4), Elías Már Ómarsson (3), Þórarinn Ingi Valdimarsson (3), Emil Pálsson (0), Matthías Vilhjálmsson (13/2) og Kjartan Henry Finnbogason (1).

Leikur Íslands og Finnlands hefst klukkan 16:00 og verður sýndur beint á RÚV.

Mynd með færslu
Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson
íþróttafréttamaður