Bolt tognaði í lokahlaupinu

12.08.2017 - 21:07
epa06141110 Jamaica's Usain Bolt reacts during the men's 4x100m Relay final at the London 2017 IAAF World Championships in London, Britain, 12 August 2017.  EPA/SEAN DEMPSEY
 Mynd: EPA
Boðlaupssveit Breta fagnaði sigri í fjórum sinnum hundrað metra boðhlaupi karla á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum í kvöld. Usain Bolt sem hljóp í kvöld í síðasta sinn á spretthlaupsferli sínum tognaði og náði því ekki að ljúka keppni. Hann átti að taka fjórða og síðasta hluta hlaupsins fyrir sveit Jamaíka en fljótlega sást að hann hafði tognað og gat ekki lokið keppni. Ekki frekar en Mo Farah sem keppti í kvöld á sínu síðasta móti áður en hann leggur maraþonhlaupin fyrir sig.

Sprettur Adams Gemili sem var þriðji í boðhlaupssveit Breta kom liði hans í góða stöðu fyrir síðustu hundrað metrana. Bretar voru þá komnir með forystu á keppinauta sína sem þeir létu ekki af hendi. Lið Breta skipuðu þeir Chijindu Ujah, Adam Gemili, Daniel Talbot og Nethaneel Mitchell-Blake.

Brynjólfur Þór Guðmundsson
Fréttastofa RÚV