Bjarni segir „fokk“ við ofbeldi - myndskeið

17.02.2017 - 13:49
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra fékk í morgun afhenda húfu átaksins „fokk ofbeldi“ þar sem skorin er upp herör gegn kynbundnu ofbeldi. Inga Dóra Pétursdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi, afhenti Bjarna húfuna. Hann er einn af tíu þjóðarleiðtogum í forsvari fyrir átaki UN Women sem miðar að því að fá karlmenn um allan heim til að taka þátt í jafnréttisbaráttu, undir yfirskriftinni HeforShe. Karlráðherrar í ríkisstjórninn báru hálsbindi og merki átaksins á ríkisstjórnarfundi í morgun.
Tryggvi Aðalbjörnsson
Fréttastofa RÚV