Bikarúrslitaleikur kvenna færður til

23.08.2017 - 11:43
Mynd með færslu
 Mynd: KSÍ
Úrslitaleikur Stjörnunnar og ÍBV í bikarkeppni kvenna í fótbolta hefur verið færður frá föstudeginum 8. september til laugardagsins níunda. KSÍ ákvað þetta til að auðvelda stuðningsmönnum ÍBV að mæta á leikinn.

Karlalið ÍBV sem varð bikarmeistari á dögunum mætir KR í Pepsídeildinni laugardaginn 9. september klukkan 14 og því var ákveðið að færa bikarúrslitaleik kvenna yfir á laugardaginn og hefst hann klukkan 17.

Bikarúrslitaleikur kvenna í fyrra, 2016, fór fram á föstudegi í ágúst og þá var ÍBV líka í úrslitum en tapaði fyrir Breiðabliki. Karlalið ÍBV var einnig í bikarúrslitum karla í fyrra og tapaði úrslitaleiknum fyrir Val í leik sem fram fór degi síðar.

Þetta er sem sagt annað árið í röð sem ÍBV er í bikarúrslitum bæði í karla- og kvennaflokki.

Mynd með færslu
Hans Steinar Bjarnason
íþróttafréttamaður