Aron Pálmars: Áttum að slátra leiknum

15.01.2016 - 19:41
„Við hendum þessu aðeins frá okkur í síðari hálfleik þegar við vorum að fá óþarfa brottvísanir og nýtum ekki yfirtöluna okkar alveg nógu vel. Við hefðum í raun átt að slátra leiknum,“ sagði Aron Pálmarsson eftir sigur Íslands gegn Norðmönnum á EM í Póllandi.

Aron átti frábæran leik og skoraði 8 mörk auk þess að gefa fjölmargar stoðsendingar. „Ég var einhvern veginn aldrei stressaður, fannst við vera frekar öruggir á þessu og góð tvö stig. Það var ekki til í höfðinu á mér að við værum að fara að tapa þessu.“

Nánar er rætt við Aron Pálmarsson í myndbandinu hér að ofan.

 

Einar Örn Jónsson
íþróttafréttamaður
Mynd með færslu
Jón Júlíus Karlsson
íþróttafréttamaður