Al Shabaab ræðst á bækistöð friðargæsluliða

15.01.2016 - 08:55
Hundreds of newly trained Shabaab fighters perform military exercises in the Lafofe area some 18Km south of Mogadishu on Thursday Feb. 17, 2011.  In information which could not be independently verified,  Islamist officials who spoke during the show of
Liðsmenn al-Shabab hryðjuverkasamtakanna  Mynd: ASSOCIATED PRESS  -  AP Photo/Farah Abdi Warsameh
Tugir liggja í valnum eftir árás vígasveita al Shabaab á bækistöð hermanna Afríkusambandsins í Sómalíu í dag. Talsmaður al Shabaab segir að 63 kenískir hermenn hafi fallið í árásinni. Talsmenn keníska hersins segja að nokkrir hafi fallið. Shebab eru sögð hafa tengsl við al Kaída hryðjuverkanetið. Um 22.000 hermenn frá nágrannaríkjum Sómalíu eru í landinu á vegum Afríkusambandsins.

Um1.100 þeirra hafa fallið í átökum við vígamenn frá árinu 2007, þegar hermenn ríkjanna voru fyrst sendir til friðargæslustarfa í Sómalíu. Tugir hermanna frá Búrúndí féllu í árás al Shabaab í júní. Þá hafa ítrekað verið gerðar sjálfsvígsárásir í höfuðborginni Modadishu.