Akkílesarhællinn að hittast og djamma of mikið

Moses Hightower
 · 
Tónlist
 · 
Menningarefni
 · 
Víðsjá

Akkílesarhællinn að hittast og djamma of mikið

Moses Hightower
 · 
Tónlist
 · 
Menningarefni
 · 
Víðsjá
Mynd með færslu
11.06.2017 - 12:57.Pétur Grétarsson.Víðsjá
Á föstudag kom út platan Fjallaloft með Moses Hightower en það er þriðja breiðskífa sveitarinnar.

Heil fimm ár hafa liðið frá útgáfu Annarar Mósebókar sem varð feikilega vinsæl – hvað skyldi skýra þessa löngu meðgöngu? „Við vorum ekkert að flýta okkur. Svo erum við líka bara gamlir,“ segir Magnús Tryggvason Eliassen trommuleikari Moses Hightower í viðtali við Víðsjá. „Ég er til dæmis mjög lengi bara að standa upp úr stól,“ bætir söngvarinn og hljómborðsleikarinn Steingrímur Karl Teague við. 

Moses Hightower taka lagið Trúnó í Vikunni með Gísla Marteini.

Eins og herþotur að taka bensín

Landafræði er eitt af því sem hefur sett strik í reikning plötunnar en stundum hafa meðlimir dvalist langdvölum erlendis. Steingrímur, eða Steini eins og er jafnan kallaður, hefur til dæmis verið á tíðum tónleikaferðalögum sem íhlaupamaður með Of Monsters and Man. „Það eru nokkur lönd sem ég get ekki alveg sagt til um hvort ég hafi komið þangað eða ekki. Ég er svona ferðalangur Schrödingers, hef bæði komið til landa og ekki,“ segir Steini. „Þú varst samt svo duglegar að senda okkar alls konar upptökur af hótelherbergjum og rútum eftir fyrstu upptökutörnina,“ skýtur Magnús inn í. Strákarnir segja samspilið þó vera lykilatriði í lagasmíðunum. „Þetta er svolítið eins og herþotur að mætast í loftinu á miðri leið að taka eldsneyti, stundum hittumst við 2-3 saman. Þessa tónlist gæti held ég enginn einn okkar gert,“ segir Steini. „Þetta er svona FÍH-akkílesarhællinn hjá okkur, að hittast og djamma ógeðslega mikið,“ bæti Magnús við. 

Upptaka KEXP útvarpsstöðvarinnar af tónleikum Moses-liða frá síðustu Iceland Airwaves hátíð. Lagið Fjallaloft situr nú á toppi vinsældarlista Rásar 2.

Strákarnir fjórir sem skipa Moses Hightower, en utan Steina og Magnúsar eru í bandinu Andri Ólafsson og Daníel Friðrik Böðvarsson, hafa spilað saman í meira en 15 ár. Þeir eru því orðnir ansi samræmdir í spilamennskunni og skrá höfundarrétt allra lag á hljómsveitina sem heild. „Jafnvel þótt einn hafi samið meira í einhverju lagi, þá er kannski eitthvað smáatriði sem annar kom með sem gerði lagið. Ég held líka bara að persónuleikar okkar allir komi svo sterkt í gegn í músikinni og það mótar alltaf lagið,“ segir Steini.

Pétur Grétarsson ræddi við Steingrím Karl Teaque og Magnús Tryggvason Elíasen úr Moses Hightower í Víðsjá.

Tengdar fréttir

Moses Hightower heldur toppsætinu

Popptónlist

Moses Hightower í Vikunni