Ákærður fyrir að telja ekki fram 122 milljónir

19.05.2017 - 07:57
Mynd með færslu
 Mynd: flickr.com/23748404@N00/
Héraðssaksóknari hefur ákært mann á sextugsaldri fyrir að telja ekki fram til skatts 122 milljóna fjármagnstekjur af framvirkum gjaldmiðlasamningum við þrjá banka fyrir hrun. Brotin sem manninum eru gefin að sök voru framin fyrir tíu árum, árið 2007. Ákæran var gefin út í lok mars.

Í ákærunni segir að maðurinn hafi hagnast um rúmar 9 milljónir á framvirkum gjaldmiðlasamningi við Glitni, tæpar 86 milljónir á slíkum samningi sem hann gerði við Landsbankann og tæpar 27 milljónir á samningi við Sparisjóðabanka Íslands.

Samtals eru þetta tæpar 122 milljónir. Fjármagnstekjuskattur var á þessum tíma 10% og því kom hann sér undan greiðslu 12,2 milljóna í skatt, samkvæmt ákæru.

Mynd með færslu
Stígur Helgason
Fréttastofa RÚV