Aðgerðir gegn stjórnmálaflokki Kúrda

08.01.2016 - 11:30
Tyrkneska lögreglan réðist í morgun inn á skrifstofur Lýðræðislega þjóðarflokksins í Istanbúl. Flokkurinn er helsti stjórnmálaflokkur Kúrda á tyrkneska þinginu.

Lögreglan lagði hald á skjöl og handtók starfsmenn flokksins, þar á meðal einn af forystumönnum hans í Istanbúl. Aðgerðin er liður í herferð ríkisstjórnar Erdogans forseta gegn Kúrdum, og hugmyndum þeirra um heimastjórn í Kúrdahéruðunum.

Tyrkneski herinn hóf miklar loftárásir á stöðvar Kúrda í norðurhluta Íraks eftir að varnarsveitir Kúrda unnu frækna sigra á vígasveitum Íslamska ríkisins Sýrlandi í fyrra. Þá stendur yfir hernaður tyrkneskra hermanna í borgum og bæjum Kúrda í Suðaustur-Tyrklandi. Tyrkir segjast berjast gegn hryðjuverkamönnum og hafa bandalagsríkin í Atlantshafsbandalaginu ekki gert ágreining um það.

Þorvaldur Friðriksson
Fréttastofa RÚV