Á fimmta tug látin í skógareldum í Portúgal

18.06.2017 - 08:40
epa06034348 Flames rise during a forest fire in Pedrogao Grande, Leiria District, Center of Portugal, 17 June 2017. About 180 firemen, 52 land vehicles and 2 planes are fighting to extinguish the fire.  EPA/PAULO CUNHA
 Mynd: EPA  -  LUSA
Portúgölsk yfirvöld hafa staðfest að 43 séu látnir og 59 slasaðir í miklum skógareldum sem komu upp í gær. Flestir hinna látnu dóu í bílum sínum á flótta undan eldinum. Um 600 slökkviliðsmenn berjast við eldinn sem kom upp í Pedrogao Grande í miðju landinu. Óttast er að fleiri eigi eftir að finnast látnir.

BBC greinir frá því að sex slökkviliðsmenn séu alvarlega slasaðir og tveggja er saknað.

Hitabylgja gekk fyrir landið í gær og fór hitinn víða yfir 40 gráður.  Fjöldi elda sveið yfir þúsund ferkílómetra lands í Portúgal á síðasta ári.

 

Dagný Hulda Erlendsdóttir