65 prósent verðmunur á umfelgun

20.04.2017 - 14:50
Mynd með færslu
 Mynd: Anton Brink  -  Ruv.is
Allt að 65 prósenta verðmunur er á umfelgun á fólksbíl eftir því hvert fólk leitar eftir þjónustu. Þetta kemur fram í verðkönnun Félags íslenskra bifreiðaeigenda sem kannaði í gær verð á umfelgun hjá 42 fyrirtækjum. Ódýrust er umfelgunin í Dekkjahúsinu í Kópavogi þar sem hún kostar 5.990 krónur. Dýrust er hún í N1 um land allt, kostar 9.493 krónur. Þá er miðað við sextán tommu dekk og verð án allra afslátta.

Bifreiðaverkstæði SB á Ísafirði býður lægsta verðið á umfelgun utan höfuðborgarsvæðisins, á 6.524 krónur. 

Viðbúið er að margir láti skipta um dekk þessa dagana. Ekki mátti keyra um á nagladekkjum lengur en fram á síðastliðinn laugardag. Þó aðhefst lögregla ekki ef vetrarfærð er, eins og á við víða á norðanverðu landinu. 

Brynjólfur Þór Guðmundsson
Fréttastofa RÚV