40% hafa aldrei rætt við fagfólk um ofbeldið

08.03.2016 - 16:58
Í ársskýrslu Stígamóta 2015 er birt tölulegt yfirlit yfir þá sem til þeirra leituðu og hvers vegna.Heildarfjöldi þeirra á árinu 2015 var 464. Fjöldi nýrra mála var 330. Guðrún Jónsdóttir talskona Stígamóta segir að reynslan sýni mikinn árangur af starfi ráðgjafaþjónustunnar og sjálfhjálparhópanna.

 Hún segir að fólkið komi til að hjálpa sjálfu sér, það komi með eldgömul mál sem það er ekki búið að vinna úr en hefur ákveði að taka til í lífi sínu.

Af þeim 330 nýju sem leituðu til Stígamóta sögðu 99 að ofbeldið hefði byrjað fyrir 10 ára aldur.

„70 % af okkar fólki segja: Ofbeldið var byrjað áður en ég var 18 ára,“ segir Guðrún," og 21 sagði :Ég var ekki orðin fimm ára.“

Guðrún segir að um 40% hópsins hafi aldrei rætt við fagfólk um ofbeldið sem þau voru beitt sem krakkar.

Stígamót vilja gera átak í að ná til fórnarlamba í hópi barna og ungmenna .

„Þarna er gífurleg áskorun.“  Hún segir að  það séu ýmsir þröskuldar í að nálgast þessi börn. „Við getum ekki sagt: Komið til mín öll þið sem hafið verið beitt kynferðisofbeldi, við þurfum að segja : Þú þarft að vera orðin átján ára til að við megum hjálpa þér án þess að við þurfum að kæra og foreldrar þínir þurfi að fá að vita.“

Ítalegt viðtal við Guðrúnu er í Samfélaginu í dag.

 

Mynd með færslu
Leifur Hauksson
dagskrárgerðarmaður
Samfélagið
Þessi þáttur er í hlaðvarpi