100 milljónir til undirbúnings á þyrlukaupum

14.09.2017 - 07:10
Mynd með færslu
 Mynd: RUV
Gert er ráð fyrir að 100 milljónir króna fari til undirbúnings á endurnýjun þyrluflota Landhelgisgæslunnar í fjárlagafrumvarpi næsta árs.

Skipaður hefur verið starfshópur sem á að semja tæknilýsingu vegna kaupa á þyrlum, að því er Morgunblaðið greinir frá. Jón Erlendsson, yfirflugvirki Landhelgisgæslunnar, hefur verið ráðinn verkefnisstjóri þess verkefnis. Stefnt er að því að kaupa þrjár nýjar þyrlur fyrir Landhelgisgæsluna á tímabilinu 2019 til 2021, samkvæmt gildandi fjármálaáætlun.

Dagný Hulda Erlendsdóttir