Yngst allra lista

Frumflutt

1. jan. 2026

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Yngst allra lista

Pétur Grétarsson ræðir við Víking Ólafsson um tónlistina og lífið.

Til tals kemur tónlistin á nýrri plötu Víkings - opus 109, og höfundar hennar: Bach, Beethoven og Schubert.

Það er rætt um nýja og gamla tónlist og hvort hægt skilgreina tónlist á þann hátt.

Búddískur hversdagsleiki kemur við sögu og framtíðaráætlanir Víkings, sem lék á 95 tónleikum á síðasta ári. Er það hversdagsleiki sem er ásættanlegur?

Margt fleira ber á góma í spjallinu og tónlistin er eftirfarandi:

Prelúdía úr velstillta píanóinu eftir JSBach

Vivace - fyrsti þáttur sónötu númer 30 op 109 eftir Beethoven.

Moderato - fyrsti þáttur sónötu númer 6 eftir Schubert.

Corrente úr partítu númer 6 eftir JSBach.

Þriðji þáttur úr sónötu númer 30 op 109 eftir Beethoven.

Öll tónlistin hverfist um nótuna E, nema stutt brot úr Poeme Symphonique fyrir 100 taktmæla, sem er utan tóntegunda í hljóðritun frá RMM árið 2013.

,