
Við skulum ganga suður með sjá
Upptaka af málþingi sem Sögufélag Skagfirðinga stóð fyrir í tilefni af 70 ára afmælis Kvæðabókar Hannesar Péturssonar í október 2025.
Erindi flytja Sölvi Sveinsson, Silja Aðalsteinsdóttir, Egill Helgason, Kristján B. Jónasson og Eyþór Árnason sem jafnframt er kynnir.
Lesarar: Iðunn Kolka Gísladóttir, Sara Regína Valdimarsdóttir, Sigríður Kristín Jónsdóttir, Lilja Sigurlína Pálmadóttir, Ólafur Sigurgeirsson, Ólafur Atli Sindrason og Atli Gunnar Arnórsson.
Helga Rós Indriðadóttir syngur tvö lög við texta skáldsins. Píanóleikari var Daníel Þorsteinsson. Við hverfum úr Miðgarði, kæru hlustendur, verið þið sæl.