
Ungir einleikarar
Einleikara- og einsöngvarakeppni Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Listaháskóla Íslands Ungir einleikarar er samstarfsverkefni LHÍ og Sinfóníuhljómsveitar Íslands en sigurvegarar keppninnar fá tækifæri til þess að koma fram með Sinfóníuhljómsveitinni á glæsilegum tónleikum. Keppnin er opin nemendum á öllum stigum háskólanáms án aldurstakmarks og er nú haldin í tuttugasta og fyrsta sinn. Umsóknir í keppnina í ár voru 19 talsins og hópur þátttakenda afar fjölbreyttur að vanda. Keppninni er skipt i ́ tvær umferðir og fór seinni umferðin fram þann 7. janúar 2025 í Kaldalóni, Hörpu. Þar komu sjö keppendur fram fyrir fimm manna dómnefnd og eftir stóðu þrír sigurvegarar.
Steinn Völundur Halldórsson básúna
-Henri Tomasi Konsert fyrir básúnu (1956)
Katrín Birna Sigurðardóttir selló
-Pjotr Tsjajkovskíj Tilbrigði við Rokokóstef fyrir selló og hljómsveit, op. 33 (1876)
Bjargey Birgisdóttir fiðla
-Sergei Prokofíev Fiðlukonsert nr. 2 í g-moll op. 63 (1935)
Sinfóníuhljómsveit Íslands,
Hljómsveitarstjóri er Mirian Khukhunaishvili