Björk heldur áfram að raða út lögunum af væntanlegri plötu sinni og í dag kom þriðja lagið út. Úlfur Úlfur virðast líka hafa lagt bleyjur og pela á hilluna í bili og býður upp á Dínamít með Birni og síðan heldur veislan áfram með nýjum lögum frá Brynju, Ultraflex, Prins Póló ásamt S.H. Draumi og hljómsveitinni Brjóstbirtu.