Hljómsveitin S.H. Draumur hefur verið losuð úr formalíni af Prins Póló og sparkar Undiröldunni í gang að þessu sinni með lagi sínu Sjoppan. Síðan tekur við þakklátur Einar Ágúst, Svavar Elliði, Fussumsvei, Björgvin Gíslason ásamt Sigurði Bjólu, Stínu Magnúsdóttur og rúsínan í pulsuendanum er söngleikjalag frá Valgerði Guðnadóttur.