Það er nóg af sumarslögurum í Undiröldunni að þessu sinni þar sem JóiPé sendir frá sér sitt fyrsta sólóefni og Góss flautar inn sumarvertíðina. Önnur með nýtt efni að þessu sinni eru Eyjapeyinn Júníus Meyvant, Prins Póló, Gummi Tóta, Draumfarir ásamt Friðriki Dór og Valgerður Guðnadóttir.