Þau eru fjölbreytt, hugðarefni tónlistarfólksins í vikunni, þar sem sungið er um erfiða tíma, hlaupkenndan maga, heilbrigðiskerfið, tré, ljós, byltingu og margt annað skemmtilegt af dúettinum BSÍ, Júlí Heiðari, Bjartmari og bergrisunum, Guðríði Hansdóttur ásamt Eivöru, knattspyrnumanninum Þormóði, Birgi Hansen og rapparanum Orðljóti.