Þræðir
Hlutir eiga það til að gerast í kringum okkur sem við teljum einsdæmi. Þetta hafi aldrei gerst áður. En þegar horft er til baka virðist heimurinn fara í hringi, sagan endurtekur sig en alltaf með smá tilfærslu. Blæbrigðamun sem bíður upp á nýja sýn á gamla hluti. En hvað ef við byrjum á gömlu hlutunum, opnum dyr fortíðarinnar og heyrum hvað við vorum að hugsa fyrir 30 árum?
Atli Már Steinarsson og Ingvar Þór Björnsson stjórna tímaferðalagi sem takmarkast ekki við neitt nema forvitni og hvort gamlar spólur séu orðnar of snjáðar til að hægt sé að spila þær aftur. Er hægt að taka upp eldgamlan þráð og vinna sig aftur til nútíðar? Geta hlutirnir sem við sögðum einu sinni, kennt okkur eitthvað í dag? Kannski.
En svo getur líka bara verið gaman að hlusta á gamlar sögur, skoðanir og hlæja að því hvernig allt var einu sinni. Hvort sem við missum þráðinn eða ekki.
Umsjónarmenn: Atli Már Steinarsson og Ingvar Þór Björnsson.